7. mars 2025

IKEA innkallar útiljósaseríur og útilampa

7. mars 2025

IKEA innkallar útiljósaseríur og útilampa

Rafmagnstæki

Innköllun

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun IKEA á nokkrum gerðum af LED útljósaseríum og útigólflampa úr vörulínunum LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTÅ og UTSUND. Þessar LED útiljósaseríur og útilampi eru með gallaðan rafmagnstengil sem stenst ekki öryggiskröfur og getur leitt til rafstuðs.

Hægt er að þekkja þær vörur sem falla undir innköllunina á heiti LED spennubreytisins (ICPSH24-2-IL-1), dagstimplum á spennubreytinum (ÁÁVV : 2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437) og heiti rafmagnstengilsins (SYK-02F).

Vörur sem eru með annan spennubreyti, aðra dagstimpla og annan rafmagnstengil falla ekki undir innköllunina. Sjá nánar innköllun IKEA hér neðst í tilkynningunni.

Vöruheiti

LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTÅ og UTSUND

Vörumerki

IKEA

Hver er hættan?

Framleiðslugalli í rafmangstengli gerir það að verkum að hún er ekki eins þétt gagnvart raka og nauðsynlegt er sem getur valdið hættu á raflosti.

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga tilgreinda vörur að taka þær úr umferð, skila í IKEA og fá endurgreitt.

Söluaðilar

IKEA en mögulega gætu þessi hleðslutæki hafa borist hingað til lands eftir öðrum leiðum, t.d í gegnum vefverslanir.

Er varan CE-merkt?

Vörunúmer

Hægt er að sjá hvort varan falli undir innköllunina á heitinu á LED spennubreytinum, dagstimplinum á LED spennubreytinum og heitinu á rafmagnstenglinum.

Heiti umrædds spennubreytis: ICPSH24-2-IL-1

Eftirtaldir dagstimplar á spennubreytinum ICPSH24-2-IL-1 falla undir innköllunina (ÁÁVV):
2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437

Heiti umrædds rafmagnstengils: SYK-02F 

Heiti vara sem umræðir:
LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa
LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 64 ljósa
SOMMARLÅNKE LED gólflampi, 100 cm, úti, drappað
SOMMARLÅNKE LED ljósasería, úti, marglitt, 12 ljósa
STRÅLA LED ljósasería, úti, gyllt, blikkandi stjörnur, 24 ljósa
STRÅLA LED ljósahengi, úti, stjörnur, 48 ljósa
SVARTRÅ LED ljósasería, úti, svart, 12 ljósa
UTSUND LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa

Deildu

Nýjar tilkynningar