Leikföng
Tilkynning
Við viljum vekja athygli á því að leikföng frá Miniverse, sem innihalda resín í fljótandi formi, geta verið varasöm í notkun.
Fljótandi resín getur:
- Valdið ertingu á húð, í augum og öndunarvegi
- Valdið ofnæmisviðbrögðum við innöndun
- Verið skaðlegt ef það er innbyrt
Þessi leikföng gera börnum kleift að búa til hluti sem storkna. Við vinnslu storknunar er notað fljótandi resín, sem er varasamt. Hættan liggur í meðhöndlun á fljótandi resíni.
Resínið inniheldur efnin HEMA (hydroxyethylmethacrylate) og IBOA (isobornyl acrylate). Þessi efni eru ekki sérstaklega tekin fyrir í núgildandi leikfangareglugerð innan Evrópusambandsins.
Framleiðandi vörunnar hefur sett fram frekari varúðarmerkingar á vöruna. Vörurnar hafa hins vegar verið innkallaðar í Bandaríkjunum og Kanada. Málið er í skoðun hjá ESB eins og er og frekari frétta af þeim niðurstöðum má vænta.
Leikföngin hafa verið seld í KidsCoolshop, Hagkaupum og hugsanlega fleiri stöðum hérlendis.
Við hvetjum notendur til að gæta fyllstu varúðar við notkun vörunnar.
Vöruheiti
Miniverse – Make It Mini Sets
Vörumerki
Miniverse
Hver er hættan?
- Valdið ertingu á húð, í augum og öndunarvegi
- Valdið ofnæmisviðbrögðum við innöndun
- Verið skaðlegt ef það er innbyrt
Lýsing á pakkningum
Plastkúla með plastumbúðum
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Gæta varúðar við notkun
Söluaðilar
Hagkaup, KidsCoolshop og hugsanlega fleiri stöðum hérlendis.
Er varan CE-merkt?
Já
Deildu