9. desember 2024

Lyklaklippa með brúnum bangsa og grænum skjaldbökubakpoka

9. desember 2024

Lyklaklippa með brúnum bangsa og grænum skjaldbökubakpoka

Leikföng

Tilkynning

Vakin er athygli á varasamri lyklakippu sem seld var á vefnum, sb. Wish. Lyklakippan er með áhengdan brúnan bangsa sem er með grænan skjaldbökubakpoka. Leikfangið hefur í för með sér köfnunarhættu fyrir börn. Litlir hlutir af lyklakippunni sjálfri geta losnað og valdið köfnunarhættu en einnig er blýinnihald í lyklakippunni sjálfri yfir mörkum. Saumar geta líka farið í sundur og börn komist í fyllingarefni bangsans sem getur valdið köfnunarhættu.

Grunur leikur á að bangsinn gæti verið í umferð á Íslandi.

Vöruheiti

Capybara peluche porte-clés mignon sac pendentif Capybara

Hver er hættan?

Köfnunarhætta og eituráhrif vegna of hátt blýinnihalds í lyklakippu

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað

Söluaðilar

Selt á vefnum t.d Wish

Er varan CE-merkt?

Nei

Deildu

Nýjar tilkynningar