17. febrúar 2025

Tréleikfang - Grænmeti í kassa

17. febrúar 2025

Tréleikfang - Grænmeti í kassa

Leikföng

Innköllun

Vakin er athygli á innköllun á tréleikföngum sem eru grænmeti í trékassa sem seld voru í Flying Tiger Cophenhagen. Hættan af leikföngunum er sú að sumt grænmetið er ekki nógu vel fest saman. Það getur losnað í sundur og börn nálgast smáa hluti sem getur valdið köfnun. Seld hafa verið 118 leikföng hérlendis. Flying Tiger brást fljótt við og hóf innköllun hérlendis á leikfanginu í desember.

Vöruheiti

Tréleikfang - grænmeti í kassa

Vörumerki

Flying Tiger Copenhagen

Hver er hættan?

Köfnunarhætta þar sem sumt grænmetið er ekki nægilega vel fest saman, það getur losnað í sundur og smáir hlutir verið aðgengilegir börnum.

Lýsing á pakkningum

Trékassi

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Viðskiptavinir eru beðnir um að taka leikfangið strax úr umferð. Viðskiptavinir eiga að vera í sambandi við Flying Tiger Cophenhagen á Íslandi og hægt er að fá fulla endurgreiðslu á vörunni.

Söluaðilar

Flying Tiger Copenhagen

Er varan CE-merkt?

Nei

Lotunúmer

Allar framleiðslulotur vörunnar

Deildu

Nýjar tilkynningar