



Eldhúsáhöld
Smávara
Innköllun
HMS vekur athygli á innköllun á Stanley kaffimálum. Tvær tegundir af kaffimálum eru innkallaðar, Trigger Action Travel Mug og Switchback Travel Mug.
Hætta á brunaslysi getur fylgt notkun á kaffimálunum þar sem lok á kaffimálinu getur rýrnað við hita og tog, sem getur aukið líkur á að vökvi leki og valdið brunaáverkum. Töluverður fjöldi tilvika hefur verið skráð vegna slysa af völdum kaffimálanna. Notendum er bent á að hætta notkun á kaffimálunum þegar í stað.
Vitað er að Stanley Trigger Action Mug var seldur hérlendis í Elko, Útilíf, Dimm, og ORG. Innflutningsaðili Stanley er Manna ehf. Neytendum er bent á að vera í sambandi við söluaðila til að fá afhent ný lok. Seld hafa verið 506 stk hérlendis af Stanley Trigger Action Mug.
Einnig er hægt að hafa beint samband við Stanley í gegnum síðuna Home | Stanley Recall til að fá frekari upplýsingar.
Innköllunin á við um 17 framleiðslunúmer sem sjá má frekar fyrir neðan. Framleiðslunúmerið má sjá á botni kaffimálsins
Vöruheiti
Stanley Kaffimál -Trigger Action Travel Mug og Switchback Travel Mug
Vörumerki
Stanley
Hver er hættan?
Brunahætta. Lokið á kaffimálinu getur rýrnað við hita og tog, sem getur aukið hættu á að vökvi leki og valdið brunaslysi
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS mælir með að eigendur kaffimálana hætti notkun þeirra þegar í stað og hafi samband við söluaðili
Söluaðilar
Innflutningsaðili er Vörusel. Kaffimálin hafa verið seld í Elko, Dimm og hugsanlega fleiri verslunum hérlendis.
Vörunúmer
Stanley Trigger Action Travel Mug
Stærð Vörunúmer
250ml / 8.5oz 20-02824
354ml / 12oz (slim) 20-02825, 20-02779
354ml / 12oz 20-02454, 20-02033
473ml / 16oz 20-02957, 20-02030, 20-02745, 20-02453
591ml / 20oz 20-02746, 20-02034
Stanley Switchback Travel Mug
Stærð Vörunúmer
354ml / 12oz 20-01437, 20-02363
384ml / 13oz 20-02363
473ml / 16oz 20-01436, 20-02354, 20-02211
Svartlituðu vörunúmerin eru þau vörunúmer sem seld voru á Íslandi en innköllunin nær til fleiri vörunúmera eins og sjá má að ofan.
Deildu