Um Vöruvaktina
Ýmis íslensk eftirlitsstjórnvöld vinna saman að Vöruvaktinni. Markmið Vöruvaktarinnar er að veita upplýsingar um innkallanir, tilkynningar um gallaðar vörur og almenna fræðslu um vöruöryggi til neytenda.
Hægt er að tilkynna um hættulegar eða skaðlegar vörur í gegnum síðuna. Við viljum heyra frá þér og saman erum við með öflugra eftirlit á markaðnum.
Öll viljum við treysta því að vörurnar sem við verslum standist þær kröfur og staðla sem gilda á Íslandi.
Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið voruvaktin@hms.is
Markaðseftirlit
Eftirlitsstjórnvöld
Hér má finna upplýsingar um þau eftirlitsstjórnvöld sem standa að Vöruvaktinni.