Markaðseftirlit
Eftirlitsstjórnvöld
Hér fyrir neðan má sjá hlutverk eftirlitsstjórnvalda sem sinna markaðseftirliti á Íslandi.
Vinnueftirlitið hefur markaðseftirlit með að ákveðnar vörur og búnaður uppfylli viðeigandi grunnkröfur um öryggi og séu CE-merktar. Þetta á til dæmis við um vélar, tæki, persónuhlífar og annan búnað, s.s. þrýstibúnað, katla, togbrautabúnað til fólksflutninga, lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur og úðabrúsa.