Rafrettur
Tilkynning
Fyrr í ár sendi HMS tvær tegundir af Roarlabs rafrettum í prófun til að meta öryggi þeirra. Í ljós kom að rafretturnar geta verið hættulegar börnum. Við fallpróf opnuðust rafretturnar sem gerir það að verkum að börn eiga greiða leið að nikótínvökva. Nikótín fer greiðlega í gegn um húð auk þess sem aðlaðandi lykt og bragð af nikótínvökva eykur líkurnar á því að börn drekki vökvann. Áhrif nikótíns á börn eru vel þekkt og geta afleiðingar nikótíneitrunar verið mjög alvarlegar.
Dufland ehf. flutti þessar rafrettur inn og brugðust skjótt við athugasemdum HMS. Vörurnar voru fjarlægðar af markaði og í kjölfarið var þeim eytt.
Rafrettur eiga að þola föll úr eins meters hæð sama hvort rafrettan lendi upp á rönd, flöt eða í 45° án þess að þær leki eða opnist. Forvitnir geta því auðveldlega framkvæmt fallpróf heima hjá sér.
Vörumerki
Roarlabs
Hver er hættan?
Börn geta komist í nikótínvökva vörunnar og valdið lífshættulegri eitrun
Lýsing á pakkningum
Svartur pappakassi
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun vörunnar
Söluaðilar
Dufland
Er varan CE-merkt?
Já
Deildu