
Barnavörur
Reiðhjól
Innköllun
HMS vekur athygli á innköllun á Girl's Kent Cupcake 16" reiðhjóli. Varan var seld í verslunum BYKO og hugsanlega fleiri stöðum.
Ástæða innköllunar er sú að við skoðun á bremsupúðum kom í ljós að þeir innihalda asbest. Einnig kom í ljós að hjólið uppfyllir ekki kröfur staðalsins EN ISO 8098:2023 sem kveður á um öryggiskröfur varðandi reiðhjól fyrir ung börn. Við notkun hjólsins getur skapast hætta fyrir börn sem getur leitt til alvarlegra meiðsla.
Eigendum reiðhjólsins er bent á að hætta notkun hjólsins þegar í stað. Ef reiðhjólið var keypt í verslunum BYKO má skila reiðhjólinu í næstu BYKO verslun.
Vöruheiti
Girl's Kent Cupcake 16"
Vörumerki
Kent
Hver er hættan?
Efnahætta og slysahætta fyrir börn.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Eigendum reiðhjólsins er bent á að hætta notkun þess þegar í stað. Ef reiðhjólið var keypt í verslunum BYKO má skila reiðhjólinu í næstu BYKO verslun.
Söluaðilar
Reiðhjólið var selt í verslunum BYKO og hugsanlega fleiri stöðum.
Hægt er að nálgast frekari upplýsinga hjá BYKO í gegnum byko@byko.is eða í síma 515-4000.
Deildu