14. febrúar 2025

Tilkynning vegna ungabarnarólu frá Lillagunga

14. febrúar 2025

Tilkynning vegna ungabarnarólu frá Lillagunga

Leikföng

Barnavörur

Tilkynning

Með vörunni fylgdu ekki fullnægjandi notkunnarleiðbeiningar, við ákveðnar aðstæður getur rólan leitt af sér mögulega hengingahættu. Vegna þessa ágalla hefur framleiðandi ungbarnarólunar, Lillagunga, sent út frekari leiðbeiningar til að minnka áhættu á mögulegri hengingarhættu.

Ef varan er hengd of hátt getur þríhyrningurinn fyrir ofan ruggustólinn skapað hættu á því að höfuð og háls festist. Slík aðstæða getur komið upp ef barn nær að klifra upp úr rólunni og reynir að fara niður með fæturnar á undan sér í gegnum umræddan þríhyrning. Líkaminn gæti komist í gegn, en höfuðið festst. Ef barnið finnur ekki fótfestu í þessari stöðu, getur þríhyrningurinn skapað köfnunarhættu.

Til að forðast hættulegar aðstæður ítrekar framleiðandi vörunnar að notendur rólunnar verði að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum

  • Rólan skal hengd upp í hæðinni 35–36,5 cm frá jörðu.
  • Öryggisbeltið verður alltaf að vera notað þegar rólan er í notkun.
  • Barnið má aldrei vera eitt í rólunni.

Hægt er að sjá frekari leiðbeiningar um rétta uppsetningu og notkun rólunnar á tengli neðst í tilkynningunni.

Vöruheiti

Lillagunga Toddler Black

Vörumerki

Lillagunga

Hver er hættan?

Köfnunarhætta ef rólan er hengt upp í hærri hæð en 35-36,5cm frá jörðu

Lýsing á pakkningum

Pappakassi

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Eigendur rólunnar þurfa að lesa vel yfir notkunnar og uppsetningarleiðbeiningar rólunnar, sjá tengil neðst í tilkynningunni

Söluaðilar

Ef notendur vilja fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á póstfangið info@lillagunga.com , fyrirsögn póstsins á að vera "Toddler Safety"

Er varan CE-merkt?

Nei

Strikamerki

6430064323076

Deildu

Nýjar tilkynningar