
Leikföng
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á trépúsli frá Jabadabado. Púslið er með 7 mismunandi púslum m.a. kanínu, einhyrning, svan, bangsa, regnboga, tungl og stjörnu.
Hættan af púslinu er sú að eyrun á kanínunni geta auðveldlega brotnað af og börn nálgast smáa hluti sem geta valdið köfnun.
Púslið var selt í BíumBíum hérlendis og hugsanlega á fleiri stöðum.
Vöruheiti
Puzzle Unicorn
Vörumerki
Jabadabado AB
Hver er hættan?
Köfnunarhætta, eyrun af kanínunni geta auðveldlega brotnað af og smáir hlutir orðið aðgengilegir börnum.
Lýsing á pakkningum
Pappakassi og plast
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS hvetur viðskiptavini að hætta notkun á leikfanginu eða fjarlægja kanínuna úr púslinu. Viðskiptavinir geti haft samband við söluaðila vegna endurgreiðslu.
Söluaðilar
BíumBíum
Er varan CE-merkt?
Já
Lotunúmer
152302
Vörunúmer
T270
Strikamerki
7332599002701
Deildu