Leikföng
Innköllun
HMS verkur athygli á innköllun á skynjunarrólu sem seld var hjá Skynörvun.
Mikil hætta getur fylgt notkun á svokölluðum skynjunarrólum sem eru seldar í verslunum og gætu verið í umferð á Íslandi. Vörurnar eru m.a. seldar sem hengirúm og innirólur fyrir börn. Skynjunarrólur eru oftast úr bómullartaui sem er hengt upp í loftið í gegnum hring. Hættan felst í því að barn snúist í rólunni og efnið vefjist um höfuð þess eða háls. Snúningurinn getur valdið meðvitundarleysi og jafnvel köfnun ef barnið nær ekki að losa sig. Vitað er um tilfelli þar sem skynjunarrólur hafa dregið börn til dauða.
Hver er hættan?
Köfnunar- og hengingarhætta.
Lýsing á pakkningum
Glærar plastumbúðir.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað. Viðskiptvinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á skynorvun@skynorvun.is
Söluaðilar
Flestar rólurnar hafa verið seldar í gegnum vefverslun Skynörvunar.
Er varan CE-merkt?
Nei
Vörunúmer
Öll vörunúmer frá þessum framleiðanda
Deildu