29. nóvember 2024
Fingramálning frá Crayola
29. nóvember 2024
Fingramálning frá Crayola
Leikföng
Börn
Tilkynning
Vakin er athygli á hættulegri fingramálningu frá Crayola. Varan samanstendur af þremur litum, bláum, rauðum og gulum. Við efnagreiningar kom í ljós að varan inniheldur allt of mikið magn af áli sem getur valdið eitrun við inntöku. Einnig fannst of mikið magn af rotvarnarefninu formaldehýð sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum og flokkast sem krabbameinsvaldandi efni. Grunur er um að fingramálningin sé í umferð á Íslandi.
Vöruheiti
Washable Fingerpaint
Vörumerki
Crayola
Hver er hættan?
Hættan er eituráhrif við inntöku, hætta á ofnæisviðbrögðum og inniheldur krabbameinsvaldandi efni.
Lýsing á pakkningum
Pappaumbúðir
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til allra eigenda að hætta notkun þegar í stað.
Söluaðilar
Óþekkt
Er varan CE-merkt?
Já
Lotunúmer
D1L19 (Yellow)
D1L22 (Red)
D1L21 (Blue)
Vörunúmer
55-1310
Deildu