Fjarskipti
Önnur fjarskiptatæki
Öryggisbúnaður
Innköllun
Vakin er athygli á mögulegum galla í snjóflóðaýli frá Austuríska fyrirtækinu PIEPS GmbH.
Ástæða innköllunarinnar, sem er að frumkvæði framleiðanda, er dæmi um að ekki hafi kviknað á tækinu vegna galla í tengingu þess við tiltekna tegund AAA battería, en aflgjafi tækisins eru þrjú AAA batterí.
Þau tæki sem gallinn er talinn geta átt við hafa verið seld á tímabilinu 1. október 2023 til 22. nóvember 2024.
Tækið hefur verið selt í stykkjatali eða fleiri saman sem snjóflóðavarnapakki. Talið er mögulegt að allt að 26 stykki af vörunni hafi verið seld til Íslands.
Vöruheiti
PIEPS Pro IPS og PIEPS SET PRO IPS
Vörumerki
PIEPS GmPH
Hver er hættan?
Hætta er að tækið kveiki ekki á sér eða það slökkvi á sér og þar af leiðandi sé radíósendir tækisins óvirkur.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Framleiðandi tækisins, PIEPS, beinir því til kaupenda og eigenda viðkomandi tækja að viðhafa aðra hvora eftirfarandi ráðstöfun:
· Að senda tækið til framleiðanda, eiganda að kostnaðarlausu, sem mun skipta út hinum gallaða hlut og yfirfara nákvæmlega alla virkni tækisins. Tækið verður endursent eiganda innan 7 virkra daga.
· Að skila tækinu og fá endurgreiðslu hjá söluaðila
Söluaðilar
Varan hefur verið seld víða um heim t.d. í útivistarverslunum og á internetinu sjá t.d. vefverslun Intersport í Austurríki (Pro IPS LVS-Gerät Pieps).
Er varan CE-merkt?
Já
Vörunúmer
PIEPS Pro IPS tegund PP112903 og PP112904
PIEPS SET PRO IPS tegund PP112893 og PP112894.
Strikamerki
Seríalnúmer tækjana byrja frá: 2326 til 2445.
Deildu