Leikföng
Barnavörur
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á ungbarnarólu sem seld var m.a. í vefverslun Kongens Sløjd.
Mikil hætta getur fylgt notkun á rólunni þar sem hætta er á kyrkingingu ef barn fer í gegnum fótasvæði á rólunni og festir höfuðið í sætinu. Rólan er ætluð til notkunar inndyra, stærð rólunar er 30cm x 27cm x 28cm. Rólan var seld á tímabilinu frá maí 2023 til febrúar 2024. Rólan kom í 3 litum sem voru "Night Light Cherry-KS4499"/ "Night Light Dino-4500 " / "Night Light Lemon-KS4501"
Grunur leikur á að rólan gæti verið í umferð á Íslandi.
Vöruheiti
Nola Swing ( Night Light Cherry/ Night Light Dino / Night Light Lemon)
Vörumerki
Konges Sløjd
Hver er hættan?
Kyrkingarhætta
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað
Söluaðilar
Varan var m.a. seld á heimasíðu Konges Sløjd
Er varan CE-merkt?
Já
Vörunúmer
KS4499 / KS4500 /KS4501 Nola Swing
Deildu