4. apríl 2025

Íkveikjuhætta Ford Kuga 2019-2023

4. apríl 2025

Íkveikjuhætta Ford Kuga 2019-2023

Faratæki

Bílar

Tilkynning

HMS hefur borist tilkynning frá Brimborg um hættu í Ford Kuga PHEV bílum sem framleiddir voru á milli 2019 og 2023. Möguleiki er að háspennurafhlaða ökutækisins innihaldi gallaðar sellur sem gæti kviknað í ef skammhlaup myndast.

Verið er að vinna að því að finna lausn en í millitíðinni vilja Brimborg og Ford koma þeim skilaboðum til notenda að hlaða ekki háspennurafhlöðu og nota eingöngu akstursstillinguna "Auto EV".

Um er að ræða 100 eintök á Íslandi og hefur Brimborg sent póst á skráða eigendur bílana. Ef bíllinn þinn passar við lýsingu hér að ofan en þú hefur ekki fengið bréf getur Brimborg veitt upplýsingar um hvort bíllinn þinn sé í hættu.

Vöruheiti

Ford Kuga PHEV

Vörumerki

Ford

Hver er hættan?

Íkveikjuhætta

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Hafa samband við Brimborg

Söluaðilar

Brimborg

Vörunúmer

Bílar framleiddir frá 2019-2023

Deildu

Nýjar tilkynningar