Heiti stofnunnar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Hvað ber að varast
Verið er að innleiða breytingar á Íslandi varðandi hvaða staðal bílstólar þurfa að uppfylla. Með þessum breytingum þurfa seldir stólar að uppfylla R129( i-Size) staðalinn til að vera löglegir á Íslandi og innan Evrópu.
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar valinn er barnabílstóll, fyrst og fremst þarf hann að uppfylla réttan staðal. Stólinn þarf að henta stærð og þyngd barnsins, einnig er mikilvægt að stólinn passi í bílinn. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar frá framleiðandanum til að stólinn sé rétt festur í bílinn og barnið öruggt. Einnig er mælt með að hafa barnastóla bakvísandi eins lengi og kostur er
Undanfarin ár hafa tveir staðlar verið við lýði í Evrópu er varða barnabílstóla, þeir eru R44/04 og R129 (i-Size). Núna er verið að innleiða breytingar á Íslandi í þessum efnum, hætta á sölu á stólum sem uppfylla kröfur R44/04. Þá þurfa seldir stólar að uppfylla R129( i-Size) staðalinn til að vera löglegir á Íslandi og innan Evrópu.
Markmiðið með þessum breytingum er að auka öryggi barna í bílum þar sem meiri kröfur eru gerðar til bílstólanna sem uppfylla R129 en R44/04. Á bílstólunum er appelsínugulur miði þar sem kemur fram hvaða staðal stólinn uppfyllir.
Hver er munurinn á i-Size og R44/04 stöðlunum?
Samkvæmt R129(i-Size) staðlinum þurfa stólarnir að þola mun fleiri álagspróf og standast árekstrapróf á allar hliðar bílsins. Hinsvegar í staðli R44/04 voru aðeins prófaðir árekstrar framan og aftan á bílinn. Nýrri staðallinn uppfyllir mun strangari prófanir hvað varðar varnir fyrir háls og höfuð barnsins. Við árekstrarprófanir á stólum sem þurfa að standast R129 (i-Size) staðalinn eru settir 32 skynjarar á brúðuna sem notuð er við prófanir til að mæla högg frá öllum hliðum en í R44/04 eru aðeins notaðir fjórir skynjarar.
R44/04 miðar við þyngd barnsins og eftir því eru stólarnir flokkaðir í 0+, 1, 2, og 3. Nýji staðalinn R129(i-Size) fer eftir hæð barnsins í cm. Að öðru leyti er helsta breytingin sú að stólar skv. R129(i-Size) verða að hafa IsoFix festingar, þ.e. festast í grind bílsins með sérstökum festingum.
Ljóst er að verið er að gera breytingar á öryggi barna. Þessar hertu prófanir hafa gefið góða raun og ættu að auka til muna öryggi barna í bifreiðum. Í nánustu framtíð verður því aðeins hægt að selja og nota stóla sem fylgja kröfum samkvæmt R129( i-Size) staðlinum. Innflytjendur og söluaðilar barnabílstóla ættu því að huga því að flytja inn stóla sem eru merktir þannig að þeir uppfylli kröfur staðalsins R129( i-Size)
Deildu