Hvað er CE merki?
Áður en framleiðandi setur vöru sína á markað verður hann að sýna fram á að varan uppfylli grunnkröfur. Það getur hann gert með því að hanna vöruna á sérstakan hátt og láta prófa hana á prófunarstofu ef það á við. Þegar því ferli er lokið, CE-merkir framleiðandinn vöruna til þess að láta alla vita að varan uppfylli grunnkröfur.
Heiti stofnunnar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Vöruheiti
CE merking
Hvað ber að varast
CE-merkið er samt sem áður enginn gæðastimpill og mögulega geta CE-merktar vörur verið hættulegar. Hinsvegar ætti að vera minni möguleiki á hættum tengdum CE merktum vörum en þeim vörum sem eru ekki CE-merktar eða ranglega CE-merktar.
Hvaða vörur eiga að vera CE merktar?
- Leikföng
- Þrýstihylki og búnaður
- Gaskútar, slökkvitæki
- Raftæki, batterí og fjarskiptatæki
- Sjónvörp, símar, þvottavélar
- Byggingarvörur
- Bátar til einkanota og skemmtunar og búnaður um borði í skipum
- Sprengiefni og búnaður
- Hvellettur, flugeldar
- Vogir og mælitæki
- Bjórglös, málbönd
- Persónuverndarhlífar
- Grímur, hjálmar, endurskinsmerki
- Lækningatæki
- Vörur til áburðar
- Drónar
- Vélar
- Lyftur, kláfar, gámar, byggingakranar
Ekki eiga allar vörur að vera CE-merktar. Til dæmis eiga kerti, barnabílstólar, barnarúm, snuð, vagnar, kerrur, kveikjarar, húsgögn, bílar, hjólbarðar, matvörur, fatnaður, skór, snyrtivörur og svo lengi mætti telja ekki að vera CE-merktar.
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Neytendur verða að hafa í huga að vara getur verið með falskri CE merkingu. CE merking hefur ákveðna stærð og lögun. Oft hefur verið líkt eftir CE merkinu til að blekkja neytendur. Á meðfylgjandi mynd má sjá muninn á CE merkingu og China export merkingu.
Deildu