16/10/2024
Orkumerkingar- Hversu mikilli orku eyðir ísskápurinn minn?
Vöruheiti
Orkumerking ísskápa
Hvað ber að varast
Ísskápur eyðir meira eftir því sem hann er í lægri orkuflokki
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Orkumerkimiðar eru fjölmargir og hver og einn hefur að geyma sérstakar upplýsingar fyrir hvern vöruflokk.
Hér má sjá útskýringu á orkumerkingu kælitækis og hvað kostar að reka hann á ári.
Á sumum merkimiðum, en ekki öllum, er getið um árlega orkunotkun. Þar er tekið fram hversu margar kílóvattstundir varan notar á ári, á klukkustund eða í hverri lotu út frá tilgreindum forsendum. Til að áætla kostnað þarf að margfalda fjölda kílóvattstunda með einingaverði raforku.
Ef einingaverð raforku væri t.d. 10 kr./kWh þá væri ísskápur sem eyðir 265KWH/per á að eyða 2.650 kr. á ári af rafmagni.
Miðinn sýnir einnig að samanlagt rúmmál allra frystihólfa er 208 lítrar, samanlagt rúmmál allra kælihólfa er 372 lítrar og hávaðamengun er 41 dB eða í flokki C.
Deildu