Heiti stofnunnar
Fjarskiptastofa
Vöruheiti
Fjarskiptabúnaður og þráðlaus fjarskiptabúnaður
Hvað ber að varast
Fjarskiptabúnaður sem ekki ber CE-merkið er ólöglegur hér á landi.
Óheimilt að setja á markað annan notendabúnað en þann sem uppfyllir grunnkröfur sem skilgreindar eru í lögum og verður búnaðurinn að bera CE-merkingu því til staðfestingar.
Sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti má aðeins hafa undir höndum, setja upp eða nota að fengnu leyfi Fjarskiptastofu.
Um sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti gildir hið sama og að ofan, en auk þess geta gilt viðbótarreglur um merkingar, eftir því um hvers konar sendibúnað er að ræða.
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Fjarskiptabúnaður uppfyllir öll skilyrði til að vera settur á markað hér á landi, ef hann er í samræmi við kröfur sem gilda á EES-svæðinu. Framleiðendur fjarskiptabúnaðar bera ábyrgð á því að svo sé og skulu þeir merkja búnaðinn með CE-merkinu því til staðfestingar. Í gögnum með búnaðinum skal koma sérstaklega fram að CE-merkið sé til staðfestingar á því að hann sé í fullu samræmi við gildandi reglur.
Varðandi sendibúnaður fyrir þráðlaus fjarskipti gildir eftirfarandi:
1) Sendar sem nota samræmd tíðnisvið (innan Evrópu), þar sem ekki þarf að sækja um leyfi til að eiga og nota viðkomandi tæki eru t.d. beinar (routerar sem nota wifi), farsímar, CB-talstöðvar, PMR446 talstöðvar, ýmiskonar skammdrægur fjarskiptabúnaður (SRD) eins og fjarstýringar, viðvörunarbúnaður, hljóðnemar, DECT símar, barnavaktarar o.fl. Engar viðbótarkröfur eru gerðar. Tækin verða að vera CE-merkt.
2) Sendar, sem nota sérúthlutaðar tíðnir, t.d. talstöðvar, útvarpssendar, fastasambönd o.fl. Auk CE-merkisins skal vera svokallað “viðvörunarmerki” (!) á tækinu sjálfu eða í upplýsingum með tækinu. Merki þessu er ætlað að vekja athygli kaupandans á því að hugsanlega séu settar skorður við notkun þess, t.d. að sækja þurfi um tíðniúthlutun og/eða sérstakt leyfi til þess að nota tækið. Í upplýsingum með tækinu skal einnig koma fram hvort tækið sé ætlað til notkunar á Íslandi.
Til Fjarskiptastofu geta neytendur leitað hafi þeir spurningar varðandi ýmsar tegundir fjarskiptabúnaðar sem er í boði hér á landi sem og erlendis. Nánari upplýsingar má finna vef Fjarskiptastofu, www.fjarskiptastofa.is
Deildu