2/1/2025

70% fall einnota rafretta í prófunum

Í fyrra tók HMS þátt í evrópska prófunarverkefninu CASP 2024 á einnota rafrettum. Keyptar voru tíu rafrettur af handahófi í verslunum á landinu og sendar í prófun í Danmörku. Það sem prófað var m.a. barnheldni, hættuleg efni í vökva og útblæstri, magn nikótínvökva og styrkur nikótíns í græjunni.

Skemmst er frá því að segja að sjö af tíu rafrettum féllu á prófunum. Alls féllu fimm rafrettanna á magni nikótínvökva og tvær varanna á ófullnægjandi barnheldni. Þessar vörur voru fjarlægðar af markaði og eftir atvikum fargað.  

Heiti stofnunar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Vöruheiti

Rafrettur

Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur

Niðurstaða prófanna í CASP verkefninu má sjá hér:

Rafrettur sem mældust með of mikið magn nikótínvökva

·   Reymont Meta I Blue Sour Raspberry (Fairvape)  

·  Trix Crystal – Watermelon (Fairvape)  

·  Waka soPro PA 600 Blueberry Raspberry (Djákninn)

·  Aroma King Bar Cool Mango (Skýjaborgir)  

·  Frunk Bar Watermelon Splash (Svens)

Rafrettur sem mældust með ófullnægjandi barnavörn

·  Roar Strawberry Cherry Raz (Dufland)

·  Roar Peach Soda (Dufland)

Deildu