Orkumerkingar á ljósaperum
Þann 1. september 2021 tóku gildi nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa, þar á meðal ljósaperur. En þá hófst 18 mánaða aðlögunartímabil. Þann 1. mars 2023 lauk því aðlögunartímabili. Sem þýðir að frá 1. mars 2023 þurfa ljósgjafar sem bera orkumerkingar að bera nýju orkumerkingarnar.
Heiti stofnunar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Vegna tækniþróunar og vegna þess að munurinn á milli A+, A++ og A+++ er ekki augljós neytendum auk þess sem flestar vörur á markaði voru í þremur efstu flokkunum, var einfaldari orkumerkimiði með kvarðanum A – G tekinn upp að nýju. Sjá mynd af orkumerkimiða fyrir neðan.
Hvaða mikilvægu nýju atriði koma fram á nýju orkumerkimiðunum?
Nýju merkimiðarnir verða með samræmdum orkunýtniflokkum, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++/A+ munu hverfa.
Merkimiðarnir eru tengdir við gagnagrunn með QR-kóða. Gagnagrunnurinn veitir neytendum, söluaðilum markaðseftirlitsyfirvöldum frekari upplýsingar um allar orkumerktar vörur.
Að beiðni HMS tók Löggilding ehf. að sér að kanna hvernig seljendur fullnægja kröfum viðkomandi reglugerða um orkumerkingar ljósgjafa en ljósgjafarnir sem voru skoðaðir voru ljósaperur. Skoðað var hjá tíu aðilum. Niðurstaðan var sú að orkumerkingar voru á heildina litið í góðu lagi. Alls voru 3184 vörur skoðaðar og einungis 238 af þeim voru með athugasemdir eða um 8%. Aðeins vor 2% án miða (58 vörur) eða 7% voru með gamla miðanum.
Deildu