Röng meðferð kerta er oftast orsök kertabruna
Að ýmsu þarf að huga við meðferð kerta og kertaskreytinga. Með réttri varúð getum við öll notið kertaljósa til að skapa notalega stemningu á öruggum forsendum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vill að gefnu tilefni brýna það fyrir öllum landsmönnum að fara varlega með kerti og kertaskreytingar um hátíðirnar. Desember og janúar eru þeir mánuðir ársins sem brunar af völdum kerta eru hvað algengastir.
Heiti stofnunar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Vöruheiti
Meðferð kerta
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Hlutir sem þarf að hafa í huga við meðferð kerta:
- Yfirgefið aldrei herbergi þar sem kerti logar.
- Gætið að staðsetningu kertaljóss.
Ekki hafa kerti nálægt opnum gluggum þar sem vindur getur kveikt eld á ný eða sveiflað gluggatjöldum í kertalogann.
Forðist að hafa kerti nálægt tækjum sem gefa frá sér hita, eins og t.d sjónvarp. - Hafið ekki mishá kerti of nálægt hvert öðru. Mælt er með að hafa lágmarksbil upp á 10 cm.
- Kertakveikur má ekki vera lengri en 1 cm. Klippið kveikinn til að koma í veg fyrir að hann detti af og valdi bruna.
- Treystið ekki því að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér.
- Kennið börnum að fara varlega í návist kerta. Kertaljós hafa oft ákveðið aðdráttarafl fyrir börn.
Hvernig á að slökkva á kerti:
- Aldrei hella vatni á kerti, sérstaklega ekki útikerti. Best er að kæfa eldinn með notkun á kertaslökkvara.
- Leggið blautan fingur utan um kertakveikinn til að tryggja að enginn eldur lifi lengur í kveiknum þegar búið er að nota kertaslökkvara.
Kertastjakar:
- Kertastjakar skulu vera úr óbrennanlegu efni sem leiðir ekki hita og eru stöðugir.
- Notið ekki ílát sem ekki eru ætluð undir kerti, s.s. glös sem virðast falleg en eru ekki hæf til þess.
Kertaskreytingar:
- Hafið kertaskreytingar á óeldfimu undirlagi, t.d. úr gleri eða málmi.
- Gætið að því að kertaloginn nái ekki til skreytingarinnar.
- Kerti brenna mishratt. Lesið á umbúðir til að kynna ykkur brennslutíma.
- Á markaðnum er einnig fáanleg eldtefjandi efni til að úða yfir skreytingar þannig að minni hætta er á eldsvoða ef kertalogi berst í skreytinguna.
Varðandi útikerti:
- Setjið útikerti á óbrennanlegt undirlag og aldrei á tréplötu, trépall eða annað auðbrennanlegt efni.
- Varist að hafa fleiri en eitt útikerti þétt saman.
- Kerti sem loga á öllu yfirborði vaxsins þ.e.a.s ekki einungis kveiknum eru sérstaklega eldfim. Logi þeirra getur náð 50 cm hæð og slettist til.
- Gætið að útikerti séu í sjáanlegu svæði og að ekki sé hætta á að rekast í þau.
- Fólk í víðum fatnaði, svo sem flaksandi kápum, þarf að fara varlega nálægt kertum.
Deildu