Leikföng
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á öllum leikföngum frá merkinu RUBBABU. Hættan af leikföngunum er að þau innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA, NDEA) sem eru krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Barnið gæti orðið fyrir skaða með því að snerta vöruna eða setja vöruna í munn sér.
Unnið er með innflutningsaðila við innköllun vörunnar. Seld hafa verið um 1000 leikföng hérlendis á ýmsum stöðum. Innflutningsaðili varanna eru Nordic Games. Flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga.
Myndir af vörum frá RUBBABU sem seldar hafa verið hérlendis má sjá í fréttinni en fleiri vörur eru tilteknar í tilkynningu á "Safety Gate", sjá tengil af tilkynningunni fyrir neðan.
Vöruheiti
Voiture en caoutchouc, 6 balles souples, Petit jeu de bowling ásamt 70 öðrum vörum sem sjá má frekar í tilkynningunni á Safety Gate.
Vörumerki
RUBBABU
Tilkynnandi
Hver er hættan?
Hættan af leikföngunum er sú að þau innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA, NDEA) sem eru krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Barn gæti orðið fyrir skaða með því að snerta vöruna eða setja hana í munn sér.
Lýsing á pakkningum
Pappírs og plastumbúðir í einhverjum tilfellum.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað. Viðskiptvinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á margtogmikid@margtogmikid.is eða í síma 5654444
Söluaðilar
Flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga
Er varan CE-merkt?
Já
Vörunúmer
Öll vörunúmer frá þessum framleiðanda
Deildu