7. mars 2025
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun IKEA á nokkrum gerðum af LED útljósaseríum og útigólflampa úr vörulínunum LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTÅ og UTSUND. Þessar LED útiljósaseríur og útilampi eru með gallaðan rafmagnstengil sem stenst ekki öryggiskröfur og getur leitt til rafstuðs.
Hægt er að þekkja þær vörur sem falla undir innköllunina á heiti LED spennubreytisins (ICPSH24-2-IL-1), dagstimplum á spennubreytinum (ÁÁVV : 2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437) og heiti rafmagnstengilsins (SYK-02F). Vörur sem eru með annan spennubreyti, aðra dagstimpla og annan rafmagnstengil falla ekki undir innköllunina. Sjá nánar innköllun IKEA hér neðst í tilkynningunni.