Barnavörur

Tilkynning

10. desember 2025

Viðvörun vegna mögulegrar hættu af snudduböndum með viðarklemmu 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill vara forráðamenn barna við mögulegri hættu sem fylgt getur notkun á snudduböndum sem innihalda viðarklemmur eða aðra viðaríhluti. Stofnuninni hefur borist nokkrar tilkynningar um að slíkar viðarklemmur hafi brotnað við notkun. Í þeim málum sem komið hafa til skoðunar virðist viðurinn hafa morknað eða brotnað.   Viður er náttúrulegt efni sem bólgnar, mýkist og veikist þegar hann blotnar eða verður fyrir endurteknum raka, til dæmis frá slefi. Þegar þetta gerist geta:  trefjarnar mýkst efnið veikst yfirborðið morknað  sprungið eða brotnað  Ef viður er ekki sérstaklega húðaður, lakkaður eða meðhöndlaður fyrir raka  verður hann mun viðkvæmari fyrir sliti og morknun. Brot úr viðarklemmum geta valdið köfnunarhættu fyrir ung börn ef þau losna af snuddubandinu.  HMS hvetur foreldra og forráðamenn eindregið til að:  Yfirfara snuddubönd með viðarhnöppum eða viðarklemmum reglulega og athuga hvort merki séu um sprungur, molnun eða aðrar skemmdir Hætta undir eins notkun ef merki um minnstu skemmdir finnast eða ef óvissa vaknar er um öryggi vörunnar  Tilkynna til HMS ef grunur vaknar um óörugga vöru eða ef snudduband brotnar  Öryggi barna er í fyrirrúmi og vill HMS minna á mikilvægi þess að fylgjast reglulega með ástandi allra snuddubanda og smábarnaáhalda til að tryggja örugga notkun. 

Frístundabúnaður

Innköllun

2. desember 2025

Hættulegt klifursett (Via Ferrata) frá Mammut

HMS hefur borist ábending í gegnum Safety Gate tilkynningakerfi um hættulegar vörur sem þarf að innkalla. Um er að ræða via ferrata klifursett frá Mammut með strikamerkjum: 7619876216519, 7619876216526, 7619876450883 og 7619876450890. Heiti varanna er Skywalker Pro Turn Via Ferrata Set, Skywalker Pro Via Ferrata Package og Skywalker Pro Via Ferrata Set Um er að ræða sett með lotunúmerunum framleitt 07/2021 og 11/2022. Aðrar lotur, þar á meðal 07/2021 og 11/2022 með viðbótinni „R“ þarfnast frekari skoðunar. Ástæðan fyrir innkölluninni er að mikil hætta er á falli. Prófanir á búnaðinum sýna að styrkur vörunnar er ófullnægjandi, þar sem hlið karabínunar getur opnast við kraft sem er undir 1 kN (um 100 kg). Ef hliðið opnast getur klifrarinn losnað af öryggislínunni og fallið úr hæð, sem getur valdið alvarlegum eða lífshættulegum meiðslum. Ef hlið karabínunar opnast við minni kraft en samsvarar 100 kg álagi stenst hún ekki það álag sem venjulegur klifurbúnaður á að þola. Í klifri geta álagstopparnir orðið margfalt hærri, jafnvel við lítið fall, sem gerir þetta að alvarlegu öryggisfráviki. Varan uppfyllir ekki reglugerð um persónuhlífar, sem gildir í Evrópusambandinu og EES varðandi búnað sem ætlaður er til að verja fólk gegn líkamstjóni. HMS vil beina því til neytenda að hætta strax notkun á via ferrata klifursettum, kanna lotunúmer karabínanna (07/2021 og 11/2022) og hafa samband við seljanda eða innflytjanda til að fá upplýsingar um endurskoðun, skiptivöru eða endurgreiðslu. Varðandi önnur lotunúmer sem eru með viðbótinni R þá er gott að geyma búnaðinn þar til frekari fyrirmæli liggja fyrir frá framleiðanda.

Vöruvaktin

Aukin samvinna neytenda og eftirlitsstofnana

Markmið Vöruvaktarinnar er að veita upplýsingar um innkallanir, tilkynningar og gallaðar vörur. Einnig getur þú tilkynnt um hættulegar eða skaðlegar vörur

SAFETY GATES TILKYNNINGAR 2023

Algengustu vöruflokkar innkallaðra vara 2023

Leikföng

13%

Fatnaður

8%

Snyrtivörur

32%

Farartæki

12%

Raftæki

10%

Annað

24%